Um mig

Er ég þessi Jónas?
Jújú. Það er víst. 

Ég er tölvunarfræðingur að mennt stofnandi Snædal ehf. og formaður Stéttarfélags Tölvunarfræðinga.

Ég kláraði B.Sc. gráðu í tölvunarfræðum í apríl 2004 og árið 2005 fékk ég starf í Reykjavík, þangað sem ég flutti og bý enn. 

Ég réði mig sem tæknimann til Vodafone og fór svo þaðan yfir til Mömmu ehf, þegar það fyrirtæki var stofnað upp úr tæknideild Vodafone.

Árið 2007 var ég ráðin sem forritari, Joomla sérfræðingur og kerfisstjóri til Reykjavíkurborgar, gagngert til að sjá um vefi grunn- og leikskóla og vefþjóna sem þeim tengjast.

Í dag er ég talin einn af helstu sérfræðingum landsins í Joomla umsýslukerfinu og hef nú þegar átt hlut í hönnun, uppsetningu og vinnslu yfir 600 vefja.

Árið 2022 sölsaði ég um og fór út í eigin rekstur í vef og tækniráðgjöf. Litla fyrirtækið sem við bræðurnir rekum heitir Snædal ehf.

Fyrrverandi eiginkona mín heitir Saga Ólafsdóttir og er nuddari, sjúkraliði, sagnfræðingur og snillingur. Við eigum saman tvo einstaklega fallega litla stráka, litla fallega og allt of sjálfstæða stelpu og hund.
Leit