Dagsetning

Við höfum alltaf verið í smá veseni með birtingarform dagsetninga í þeim kerfum sem eru búin til erlendis. Íslendingar eru sér á báti með að líta ekki á mánaðanöfn sem sérnöfn, en að auki fylgum við sér reglum varðandi birtingu dagsetningarinnar sjálfrar og notum greini á vikunöfn. Hér er viðbót sem uppfyllir þær kröfur sem íslenskir vefir gera til dagsetningabirtingar. Hægt er að velja um birtingarform dagsetningarinnar sjálfrar, velja hvort mánuður er birtur og eins velja hvort vikudagur er birtur og hvort greinir sé notaður í birtingu.

Forsíðu RSS

Forsíðu RSS er einföld viðbót sem nær í RSS fæði af forsíðu tilgreinds vefs og birtir í þægilegum lista. Hægt er að vinna með litakóða á bak við listann og eins skilgreina hæð og breidd viðbótarinnar.

JCal RSS

JCal RSS er einföld viðbót sem nær í RSS fæði úr JCal Pro dagatali á tilgreindum vef og birtir í þægilegum lista. Hægt er að vinna með litakóða á bak við listann og eins skilgreina hæð og breidd viðbótarinnar.

Klukkan

Klukkan (RVK Clock) er skemmtileg 'analog' klukkuviðbót sem við erum meðal annars að nota á upplýsingaskjám borgarinnar. Þessi viðbót er unnin í HTML5 og virkar því best á þeim vöfrum sem styðja nýustu vefstaðla (þ.e. ekki Internet Explorer).

Hægt er að stjórna útliti klukkunnar og stærð hennar.

Kubbanikkan

Kubbanikkan (Module accordion) er viðbót sem er búin til með það í huga að bæta plássnýtingu á vefjum. Nikkan gefur okkur kost á að hafa 'fellivalmynd' í hlið vefs, sem inniheldur hvaða kubb (Module) sem er. Þannig er hægt að 'fela' þær viðbætur sem eru ekki í notkun, en hafa þær jafnframt aðgengilegar með einum litlum músarsmelli.

Leturstærð

Leturstærð (RVK Fontsizer) er þægileg viðbót til að stýra leturstærð í greinum. Viðbótin notar litla Javaskriftu til að stækka og minnka letrið og því er ekki um mikla bakvinnslu að ræða. Hægt er að stjórna birtingarformi viðbótarinnar.

Loftgæðamælirinn

Loftgæðamælirinn er lítill kubbur til að birta í hlið vefs. Loftgæðamælirinn birtir loftgæði á Reykjavíkursvæðinu þessa stundina auk meðaltals síðasta sólarhrings.

Loftgæðamælirinn er hannaður með grunn- og leikskólavefi í huga, en að sjálfsögðu er hverjum sem er frjálst að nota hann.

Matseðillinn

Matseðillinn (SchoolMenu) er viðbót sem er hönnuð til notkunar í stofnunum og fyrirtækjum þar sem gott er að birta matseðil á vef, hvort sem um er að ræða innri, eða ytri vef. Matseðillinn skiptist í íhlut (component) og kubb (module), en íhluturinn birtir matseðil fyrir það tímabil sem valið er úr valmynd ofan við hann og kubbinn er hægt að birta í hlið vefs til að birta matseðil dagsins.

Hægt er að vinna með matseðilinn hvort sem er úr framenda vefs eða stjórneiningu.

Notendaskráning

Notendaskráningin (RVK UserCreator) er viðbót til að búa til notendur og tengiliði í gegn um framenda vefsins. Hægt er að láta viðbótina búa til lykilorð sjálfkrafa og stilla lengd lykilorðsins sem er búið til. Stjórnandi getur stillt á hvaða aðgangsstigi nýir notendur eru og eins er hægt að leika sér með útlit viðbótarinnar. 

Þessi viðbót virkar best í þeim vöfrum sem styðja nýustu vefstaðla. Þ.e. öllum vöfrum nema Internet Explorer.

Pósteyðublaðið

Pósteyðublaðið (RVK Contactform) er þægilegt eyðublað til að senda póst á fyrirfram skilgreint póstfang. Eyðublaðið er gert til að vera notendavænt og skemmtilegt gagnvart yngri notendum. Ef valið er að nota ruslpóstvörn birtist mynd neðan við eyðublaðið og notandinn verður að svara hvað er á myndinni með því að velja viðkomandi línu úr fellilista. Ef þess er óskað nemur eyðublaðið IP tölu sendanda og sendir með póstinum.

Starfsmannalistinn

Starfsmannalistinn er þægileg leið til að nýta 'Contacts' hlutann af kerfinu til að byggja upp flottan starfsmannalista í Joomla. Starfsmannalistinn gefur stjórnanda kost á að velja tengiliðaflokka til birtingar og stjórna hvaða upplýsingar úr tengiliðakerfinu eru birtar í starfsmannalista.

Starfsmannalistinn gefur að auki kost á tvem birtingarformum á starfsfólki, annarsvegar hreinum lista, sem inniheldur starfsmannaleit og hinsvegar 'nafnspjöld'.

Ef smellt er á nafn starfsmanns í starfsmannalistanum birtist 'Contact' eyðublaðaumhverfið sem er innbyggt í Joomla. Þar er hægt að ráða hvort hægt er að senda póst beint á viðkomandi starfsmann í gegn um vefinn. Ef smellt er á vefpóstfang starfsmanns í starfsmannalista ræsist póstforrit notandans. Öll póstföng í starfsmannalistanum eru dulkóðuð gagnvart skriftum og því er listinn nokkuð öruggur gagnvart ruslpóstlistum.

 • stjornsysla

 • watertrail

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • nordinn

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson

 • Website-By-Steinsson