steinsson.org

Innsetning á öllum uppáhalds viðbótunum þínum - í einu

Ég var búin að vinna með Joomla í nokkur ár þegar ég áttaði mig á töfrum Joomla pakkainnsetninga (pkg). Ef þið hafið unnið með pakkainnsetningar áður er harla fátt í þessari grein sem kemur til með að koma ykkur á óvart, en fyrir aðra gæti innihald þessarar greinar komið skemmtilega á óvart og jafnvel komið í veg fyrir alvarlegt músarbit.
 
Joomla pakkakerfið er ekki eingöngu hannað fyrir forritara. Hér er um að ræða afskaplega einfalda leið til að 'pakka' saman mismundandi viðbótum í einn innsetningarpakka. Þú þarft ekki að hafa forritunarreynslu til að búa til slíkan pakka (þó að það hjálpi að sjálfsögðu), en að auki er þetta þægileg leið til að kynna sér form XML skráanna sem notaðar eru til að auðkenna viðbætur gagnvart Joomla.
 
Hér er örstutt dæmi. Ég ætla að búa til nokkra vefi sem eru allir settir upp á svipaðan máta, það er, þeir hafa allir sömu grunn þarfir. Við þurfum að hafa greinaritil (ég nota í þessu tilfelli JCE ritilinn), við þurfum viðburðadagatal (í þessu dæmi nota ég Simple Calendar frá albanico.ch), Widgetkit frá Yoo Theme er alger nauðsyn, Ignite Gallery myndasafnslausnin, einfalt og þægilegt útlitsþema frá Yoo Theme (hér nota ég Nano 2 útlitsþemað), okkar eigin dagsetningarviðbót til að gefa okkur stjórn á formi dagsetningar á vefnum okkar og kubbanikkuna okkar, til að geta sett viðbætur í hlið vefsins í snyrtilega 'fellinikku'.
 
Við getum að sjálfsögðu sett þetta allt saman inn sitt í hverju lagi, en eftir því sem við bætum fleiri hlutum við innsetninguna, verður þægilegra að hafa svona 'pakka' í verkfærakassanum. Þar að auki hjálpar þessi tækni gífurlega þegar við ætlum að setja upp fleiri en einn vef á sama máta, kemur í veg fyrir að eitthvað gleymist og tryggir að hlutirnir séu eins á öllum vefjunum.
 

Þær viðbætur sem við þurfum að setja inn eru:

- JCE component skráin
- JCE Mediabox plugin skráin
- SimpleCalendar Component skráin
- SimpleCalendar System Plugin skráin
- SimpleCalendar Module skráin
- SimpleCalendar Countdown Module skráin
- Widgetkit pakkinn (inni í þessum pakka eru síðan fleiri viðbætur)
- IgniteGallery Component skráin
- IgniteGallery Content Plugin skráin
- IgniteGallery Editor Button Plugin skráin
- IgniteGallery Search Plugin skráin
- IgniteGallery Module skráin
- Nano2 þemað frá YooTheme
- Dagsetningarkubburinn okkar (mod_dagsetning)
- Kubbanikkan okkar (mod_moduleaccordion)
 
Ég vil spara mér smá vinnu með því að búa til einn 'pakka' í stað þess að setja inn 15 viðbætur á hvern vef.
 

Svona er svo ferlið:

- Búðu til tóma möppu. Þú mátt gefa henni hvaða nafn sem þú vilt. Mér finnst gott að nota nafn pakkans sem ég ætla að búa til, þannig að ég nota 'pkg_webpack'
- Afritaðu uppsetningarskrárnar (ZIP skrárnar) fyrir þær viðbætur sem þú vilt hafa með í pakkanum
- Búðu til tóma XML skrá inni í möppunni og nefndu hana sama nafni og pakkinn þinn á að heita (til dæmis 'pkg_webpack.xml')
 
Nú þurfum við að búa til XML 'haus' í skjalið. Þannig skilgreinum við hvaða tilgangi skráin þjónar gagnvart kerfinu.
 
- Opnaðu XML skrána og búðu til XML 'hausinn' (<?xml version="1.0" encoding="utf-8"?>)
- Næsta lína inniheldur útgáfunúmer og upplýsingar um gerð útgáfunnar (<extension version="3.1.1" type="package" overwrite="true" method="upgrade">)
- Næst kemur skilgreining á titli pakkans (<name>My Web Package</name>)
- Svo koma upplýsingar um höfund pakkans (<author>Jonas Steinsson</author>)
- Þar næst kemur pökkunardagurinn (<creationDate>2013/11/13</creationDate>)
- Nafn pakkans (<packagename>webpack</packagename>)
- Útgáfunúmer pakkans (<version>1.0.0</version>)
- Ef þú vilt getur þú sett heimasíðuslóðina þína í næstu línu (<url>http://www.steinsson.org</url>)
- Næst gefurðu upplýsingar um hver bjó til þennan pakka (<packager>Jonas Steinsson</packager>)
- Svo er hægt að setja inn niðurhalsslóð fyrir pakkann (<packagerurl>http://www.steinsson.org/</packagerurl>)
- Þar á eftir kemur lýsing á því hvað pakkinn inniheldur eða til hvers hann er (<description>Package containing all the tools I need</description>)
- Að lokum kemur svo slóð á uppfærsluvef fyrir pakkann (<update>http://steinsson.org/addons/update/</update>)
 
Svona lítur 'hausinn' þá út (að sjálfsögðu setur þú þínar upplýsingar í staðin fyrir mínar):
<?xml version="1.0" encoding="utf-8"?>
<extension version="3.1.1" type="package" overwrite="true" method="upgrade">
<name>My Web Package</name>
<author>Jonas Steinsson</author>
<creationDate>2013/11/13</creationDate>
<packagename>webpack</packagename>
<version>1.0.0</version>
<packager>Jonas Steinsson</packager>
<description>Package containing all the tools I need</description>
 
Nú er komið að meginhluta XML skráarinnar, það er hinn eiginlegi skilgreiningarhluti fyrir þær skrár sem við ætlum að setja inn:
- Við byrjum á að opna 'files' tag (<files>)
- Fyrir hverja 'component' skrá fyrir sig opnum við 'file' tag og skilgreinum gerð viðbótar með 'type="component"' skilgreiningu og lokum svo 'file' taginu aftur. Til dæmis (<file type="component" id="jce" >com_jce_2332.zip</file>)  fyrir uppsetningarskrána fyrir JCE ritilinn
- Fyrir hverja 'module' skrá skilgreinum við 'type="module"' línu á sama hátt. Til dæmis (<file type="module" id="utmdagsetning" client="site">mod_dagsetning_3101.zip</file>) fyrir dagsetningarkubbinn okkar
- Fyrir hverja 'plugin' skrá skilgreinum við 'type="plugin"' línu. Til dæmis (<file type="plugin" id="jcemediabox" group="system">plg_jcemediabox_1110_joomla3.zip</file>) fyrir JCE Mediabox
- Fyrir hvert útlitsþema skilgreinum við 'type="template"' línu. Til dæmis (<file type="template" id="yoo_nano2" client="site">yoo_nano2_j31.zip</file>) fyrir Nano 2 þemað frá Yoo Theme
- Fyrir hvern undirpakka (pakka sem við viljum skilgreina undir okkar pakka) búum við til 'type="package"' línu. Til dæmis (<file type="package" id="widgetkit" >widgetkit_j25.zip</file>) fyrir Widgetkit innsetningarpakkann
- Þegar við höfum búið til sér línu fyrir hverja innsetningarskrá, lokum við 'files' hlutanum með (</files>) tagi
 
Núna ætti skiglreiningarhlutinn okkar að líta nokkurnvegin svona út: 
<files>
<file type="component" id="jce" >com_jce_2332.zip</file>
<file type="package" id="widgetkit" >widgetkit_j25.zip</file>
<file type="component" id="ignitegallery" >ignitegallery-component-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-content" group="system">ignitegallery-content-plugin-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-editor-button" group="system">ignitegallery-editor-button-plugin-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-image-inserter" group="system">ignitegallery-image-inserter-system-plugin-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-search" group="system">ignitegallery-search-plugin-3-5.zip</file>
<file type="module" id="ignitegallery-module" client="site">ignitegallery-module-3-5.zip</file>
<file type="module" id="utmdagsetning" client="site">mod_dagsetning_3101.zip</file>
<file type="module" id="utmmoduleaccordion" client="site">mod_moduleaccordion_3101.zip</file>
<file type="plugin" id="jcemediabox" group="system">plg_jcemediabox_1110_joomla3.zip</file>
<file type="template" id="yoo_nano2" client="site">yoo_nano2_j31.zip</file>
</files>
 
Lokaskrefið er svo að loka 'extension' hlutanum af XML skránni með (</extension>)
 
Skráin okkar, 'pkg_webpack.xml' ætti núna að líta eihvernvegin svona út:
 
<?xml version="1.0" encoding="utf-8"?>
<extension version="3.1.1" type="package" overwrite="true" method="upgrade">
<name>My Web Package</name>
<author>Jonas Steinsson</author>
<creationDate>2013/11/13</creationDate>
<packagename>webpack</packagename>
<version>1.0.0</version>
<packager>Jonas Steinsson</packager>
<description>Package containing all the tools I need</description>
 <files>
<file type="component" id="jce" >com_jce_2332.zip</file>
<file type="package" id="widgetkit" >widgetkit_j25.zip</file>
<file type="component" id="ignitegallery" >ignitegallery-component-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-content" group="system">ignitegallery-content-plugin-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-editor-button" group="system">ignitegallery-editor-button-plugin-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-image-inserter" group="system">ignitegallery-image-inserter-system-plugin-3-5.zip</file>
<file type="plugin" id="ignitegallery-search" group="system">ignitegallery-search-plugin-3-5.zip</file>
<file type="module" id="ignitegallery-module" client="site">ignitegallery-module-3-5.zip</file>
<file type="module" id="utmdagsetning" client="site">mod_dagsetning_3101.zip</file>
<file type="module" id="utmmoduleaccordion" client="site">mod_moduleaccordion_3101.zip</file>
<file type="plugin" id="jcemediabox" group="system">plg_jcemediabox_1110_joomla3.zip</file>
<file type="template" id="yoo_nano2" client="site">yoo_nano2_j31.zip</file>
</files>
</extension>
 
Núna þurfum við aðeins að þjappa öllu í möppunni okkar (pkg_webpack) niður í eina innsetningarskrá (formið skiptir ekki mestu máli. Joomla skilur .zip, .rar, .tar.gz svo eitthvað sé nefnt). Ég bý mér til 'pkg_webpack.zip', og hleð henni svo inn á vefinn minn í einu skrefi.