steinsson.org

Contact eyðublöð óvirk

Fyrr í sumar fékk ég inn mjög skemmtilega beiðni varðandi vandamál sem virtist á þeim tíma vera bundið við einn skólavef hjá okkur. Nú hefur komið í ljós að viðkomandi vandamál er að hrjá fleiri og því langar mig að senda á ykkur lausnina, ef þið skylduð lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að leysa þetta á ykkar eigin vefjum, eða hjá öðrum.


Lýsing:
Þegar farið er inn í 'Contacts' eyðublöð (undir 'Components > Contacts') til að vinna með upplýsingum varðandi starfsfólk skóla eða tengiliði birtast allar upplýsingar eðlilega en takkarnir efst uppi á síðunni, til að vista og loka ('Save', 'Save & Close', 'Save & New', 'Save as Copy' og 'Close') eru algerlega óvirkir.

Orsök:
Í vor settum við inn 'Captcha' lausn á nokkra vefi, til að auka öryggi eyðublaðssendinga, en vandamálið virðist liggja í þeirri lausn.

Lausn:
Vafrið inn í 'Plug-in Manager' (undir 'Extensions > Plug-in Manager'). Sláið inn 'osolCaptcha' í leitinni ofan við viðbótalistann ('Filter') og smellið á græna táknið aftan við 'System - osolCaptcha'. Þetta gerir viðbótina óvirka.
Þessi viðbót sem við tökum hér úr sambandi er algerlega óþörf og var sett inn sem 'fegrun' á þessa vefi þar sem innbyggða 'Captcha' lausnin fyrir Joomla var ekki nógu 'sæt'.