steinsson.org

Joomla 3.0 vefurinn

Jæja.. Ég tók loksins þá ákvörðun að setja upp Joomla 3.0 vef. Ég er búin að draga þetta svolítið, að hluta til af því að ég vissi að þegar ég væri farin að nota Joomla 3.0 þyrfti ég að fara að uppfæra allar viðbæturnar sem ég hef skrifað, til að henta þessari nýju útgáfu.

Kerfið er samt afskaplega skemmtilegt í notkun og þetta virkar allt ofboðslega 'snappy'. Kemur mér svolítið á óvart hvað hlutirnir virðast keyra mikið hraðar á Joomla 3.0 en Joomla 2.5.