steinsson.org

Velkomin á Steinsson.org

Farðu úr skónum, slappaðu af og gleymdu öllu veseni í bili.

 Um mig:

  • B.Sc. gráða í tölvunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2004
  • Sirkusdýr, jogglari, contactjogglari, loftfimleikamaður og tónlistarmaður með nám í Complete Vocal tækni að baki, en umfram allt, eiginmaður og faðir.
  • Starfandi kerfisstjóri, forritari og sérfræðingur í Joomla CMS kerfinu.
  • Með reynslu af þróun og forritun í HTML5, PHP, CSS3, MySQL, JavaScript og AJAX.
  • Hef, utan við háskólanámið, lokið námskeiðum í HTML5, CSS3 og jQuery frá Tækniskólanum.
  • Með reynslu af Joomla! þróun, umsýslu og kennslu.
  • Með reynslu af LAMP og WAMP kerfisstjórn.
  • Reyndur vefþróari og forritari með yfir 280 vefi undir beltinu á síðustu 6 árum, frá þarfagreiningu að opnun og viðhaldi.
  • Heittrúaður á Open Source og endurnýtingu kóða, þar sem það á við.
  • Ég er afskaplega grafískt þenkjandi og vinn grafík helst beint í gegn um CSS3 en nota Adobe Fireworks þegar CSS hentar ekki.

Verkefnin:

Verkefni mín hafa verið margvísleg. Allt frá uppsetningum á heimilistölvum og fartölvum upp í skipulagningu og uppsetningu tölvukerfa fyrir smærri fyrirtæki.

Ég hef unnið uppsetningar á bæði Microsoft og Linux stýrikerfum.

Ég hef séð um uppsetningu stórra sem smárra vefja fyrir einkaaðila jafnt og opinbera aðila, en þar má einna helst nefna að ég hef komið að og í mörgum tilfellum séð um uppsetningu allra vefja grunn- og leikskóla Reykjavíkurborgar auk uppsetningar og viðhalds á ýmsum sérvefjum tengdum borginni, til dæmis Joomlahjálpinni og upplýsingaskjám grunnskóla og stofnana borgarinnar.

Hér í verkefnaskránni minni eru nokkur dæmi um vefi sem ég hef komið að uppsetningu að einkaaðila og stofnanir á undanförnum árum.